Bókhald og bókhaldsþjónusta

Bókhald er stór þáttur í rekstri fyrirtækja og þarf að vera í góðum farvegi. Hjá Grófargili færðu alla almenna bókhaldsþjónustu á því stigi sem þú þarfnast, við getum séð um hluta af því eða um bókhaldið í heild sinni. Þá skiptir ekki máli hvort þú ert einstaklingur, með lítinn rekstur eða umfangsmikinn, við sjáum um það.

Starfsfólk okkar hefur þekkingu á flestum bókhaldskerfum sem eru á markaðnum.

 Hjá Grófargili starfar hópur fólks á Akureyri og í Reykjavík með mikla reynslu af færslu bókhalds, uppgjörum, launavinnslu, skráningu, reikningagerð og ýmiss konar bakvinnslu.

  • Færsla allra fylgiskjala í fjárhagsbókhald
  • Skönnun kostnaðarreikninga í uppáskriftakerfi
  • Færsla og eftirlit með sjóðsuppgjörum
  • Lánadrottna og birgðarbókhald
  • Viðskiptamannabókhald
  • Gerð greiðsluseðla
  • Almenn afstemming efnahagslykla í fjárhagsbókhaldi
  • Útbúa og senda hlutafjármiða
  • Útbúa og skila verktakamiðum í árslok

Endilega hafið samband við okkur og kannið hvort við getum átt þátt í að lækka kostnað og bæta vinnubrögð á fjármálasviði fyrirtækis þíns.