Um Grófargil bókhaldsþjónustu

Grófargil ehf. er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefnum fyrir fjármálsvið fyrirtækja.
Hjá Grófargili starfar 18 manna samhentur hópur fólks með mikla reynslu af færslu fjárhagsbókhalds, launavinnslu, vörukaupaskráningu, reikningagerð og ýmis konar bakvinnslu.

Meðal viðskiptavina Grófargils er nú fjölmörg fyrirtæki, stór og smá, á sviði verslunar, þjónustu, sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar með allt frá einum til hundruða starfsmanna.

Grófargil var stofnað í þeirri mynd sem það er nú árið 2003. Grófargil er með starfsstöðvar bæði á Akureyri, Glerárgötu 36, og í Reykjavík, Skúlagötu 19.